Verið öll sæl og blessuð.

Nú er aðfangadagurinn liðinn og það hljóta einhverjir hérna að hafa fengið einhverja golf jólagjöf ( allavega ég ). Sjálfur fékk ég í ár Oakley golfgleraugu ( átti þau reyndar inni vegna þess að ég vann veðmál við móður mína sem hún hélt að mér gæti ekki tekist :-D ). Satt að segja finnst mér alveg tilvalið að biðja um eitthvað í golfið ef maður þarfnast þess. Í fyrsta lagi fær maður það frítt og náttúrulega að maður þarf ekkert að vera að
“ panicca ” yfir því. Ég var mjög ánægður með þessa gjöf vegna þess að ég þurfti á þessu að halda og mig langaði í ekkert annað
( er að fara út bráðlega að spila golf svo að þetta var alveg tilvalið ). Í fyrra fékk ég golfregngalla sem var alveg frábært, því áður notaði ég eitthvað drasl sem var alveg ónothæft.
Ég eins og ég sagði áður er mjög ánægður með gjöfina sem foreladra mínir gáfu mér.

Takk fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.