Ég er að skrifa þessa grein því að ég hef heyrt marga vera tala um að þeim líki ekki nógu vel við völlinn sinn.

Ég er full sáttur við völlinn minn sem er Keilir (GK) en það er samt mörg atriði sem má bæta. T.d. mætti bæta grínin á vellinum það eru mörg grín sem eru skemmd en það er ekki útaf starfsmönnunum (kannski smá, samt ekki að kenna þeim um). Þetta er mest okkur sjálfum að kenna með því að laga ekki boltaför á grínum og það sem ég hef séð suma gera sem er bara óhugsað verk að SLÁ í grínið með pútter, eða það sem ég hef nokkru sinni séð að menn sem skjóta óvart á grín af annari holu er að skjóta með járni á gríninu sem er náttúrlega STRANGLEGA BANNAÐ. Í staðinn á maður að droppa útaf gríninu (held að það sé vítislaust) en ekki að skjóta á gríninu. Ef vallarstarfsmaður sér þetta eða bara formaður klúbbsins þá ertu sennilega rekinn af vellinum eða bara allveg úr klúbbnum.
Ég sjálfur er ekki alltof góður með að laga boltaför á grínum en er að taka mig á.

En ef þér líkar sona ílla við klúbbinn þinn eða völlinn þá er ég með nokkrar tillögur handa þér.

1. Þú getur hætt í klúbbnum, farið í annan.
2. Þú getur byrjað að laga meira boltaför þótt þau séu ekki eftir þig og sagt mönnunum sem eru að spila með þér að laga sín eða bara gera það fyrir þá.
3. Þú getur reynt að tala við formann klúbbsins og sagt honum hvað þér finnst að vellinum eða sent E-mail.

Þetta eru mín ráð og ef þú hefur fleirri endilega svaraðu þá þessari grein.

Takk fyrir

Kveðja,

Wiss