Ég á í miklum vanda sem ég var að komast að… ég er miklu höggstyttri en venjulegt er með 3 tré. Ég slæ að meðaltali svona 180-190 metra með mínu slaka dunlop 3 tréi. Ég tel að ástæðan fyrir því sé sú að tréið sé bara einfaldlega ótrúlega lélegt. Til gamans má geta að ég get slegið upp í 260-270 með driver á góðum degi en er oftast í kríngum 230 metrana.

Hafa einhverjir sem lesa þetta lent í sama vanda. Ég veit ekkert um þetta enda er ég ekki kennari, en ég held að maður eigi að nota sömu sveiflu með driver og 3 tré, það geri ég ekki ég fer aðeins hægar upp og hraðar niður með driver en er með nokkurs konar járnasveiflu með 3 tré sem sagt mjög jafna sveiflu sem virkar ekki svo vel því þegar ég tek upp 3 tréið þá er það oftast á par 5, og þá vill maður ná inn á green í tveimur höggum og tekur þvílíkt á í Drævinu og það heppnast oftast hjá mér(enda hef ég nánast bara æft mig á æfingasvæðinu með driver), en þá lendi ég oftast í þessum vanda að ég tek upp 3 tréið og ýti honum oftast út (push).

Er einhver sem veit hvað er að?

Takk fyrir mig Gallbladra
ég er ekki bara líffæri