Ég fór holu í höggi á sumar á annari holu á Nesvellinum, nánar tiltekið 11. júlí í kringum hádegi… ég hafði slegið af 1. teig þegar vinur minn kom hlaupandi og spurði hvort hann mætti ekki koma með og djöful var ég heppinn.
Á næstu holu átti ég að slá á undan og var með áttuna mínahún er sirka 120-125 m þessi hola… og vinur minn stóð fyrir aftan mig og horfði á boltann og sagði “djöfull er þessi góður maður”. Ég sá ekki hvort boltinn hefði lenti ofan í því holan var staðsett um það bil 6-7 metra frá 1 metra háum hóli. Svo ég skokkaði nokkra metra til hliðar og sá þá holuna en hélt bara að hann hefði rúllað yfir grínið eins og þeir gera oft á þessu tiltekna gríni. En við vörum mjög spenntir og svo dreif vinur minn sig að slá en sló “out of bounds” og þurfti að slá annan og sló um það bil 40 cm frá holunni og ég sá þann bolta en hvergi minn. Svo þegar við vorum alveg við að koma á grínið hlupum við báðir að holunni og litum ofan í þá öskraði ég “YESSSSSS” og hoppaði og skoppaði um allt grínið. Eftir svona 3 mínútur áttaði ég mig á því að ég hafði skemmt grínið nokkuð og lagaði það sem ég gat og dreif mig í burtu.
Á 1. holunni hafði ég sett boltann 1,5 m frá pinna og fékk fugl og var þá sem sagt 3 undir eftir 2 holur, frekar gott fyrir 15 ára gutta. En eftir það gekk allt illa og ég hreinlega fór á taugum. Fékk reyndar par á 3. og 4. og svo endaði ég á 45 höggum á fyrri og 46 á seinni semsagt 91 högg, en það eyðilagði ekkert stemmninguna sem ég var í. Svo Rúsínan í pylsuendanum ég tók þátt í Einhverjamótinu á Hvaleyrinni(þá með 15 í Fgj) og spilaði á 78 og vann mótið með 44 punkta.

HE HE ég verð að segja að þetta hefur verið nokkuð skemmtilegt ár hjá mér….. Endilega sendið álit ykkar og segið mér hvort þið hafið farið Holu í Höggi!
ég er ekki bara líffæri