Sælir allir saman :-D

Í sumar sá ég eina spólu sem furðuleg atvik, og ég ætla að segja ykkur frá nokkrum þeirra.

1. Það var alveg aftaka veður. Einhver atvinnumaður átti um 20 cm pútt eftir. Hann ákvað að pútta og á meðan því stóð hélt kylfuberinn hans á regnhlíf sem var fyrir ofan manninn ( sem er harðbannað ). Eftir að hafa púttað ofaní fékk hann 2 högg í víti.

2. Maður slær hann lengst til hægri þar sem vatn lá. Reyndar var maðurinn svo heppinn að kúlan lenti á lítilli eyju í miðju vatninu. Karlinn sló til og labbaði yfir og vatnið var komið að herðum hans. Svo sló hann boltann og fór til baka. Ef kylfan hans hefði snert vatnið ( sem gerðist ekki ) hefði átt að dæma víti á hann.

3. Maður að nafni Nick Faldo lenti í þeirri stöðu að boltinn hans var alveg við vatn. Hann ákvað að spila þar sem boltinn var og sló kúluna. Eftir að hafa að slegið kúluna var dæmt 2 högga víti fyrir að kylfan hafi snert vatnið ( sýnt hægt og kylfan rétt strauk það )

4. Annar maður ( Bernhard Langer minnir mig ) lenti í því að kúlan hans festist í rafmagnssnúrum. Hann átti að fá fría lausn út úr henni, en eina vandamálið var það að það var ekki hægt að droppa boltanum, vegna þess að það var vatn bæði fyrir aftan og hægra megin, og vinstra megin var brú.

5. Maður slær kúluna sína á brú. Hann á að fá fría lausn, en vandamálið var það að fyrsti staðurinn sem var hugsnalegt að droppa á var um 150 metra til baka. Maðurinn ákvað bara að slá þarna og setti hann svona 2 metra við stöng.

Ég ætla núna að hætta að skrifa um stund og reyna að finna fleiri skemmtileg atvik :-)

Takk fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.