Golfáhugamenn á Huga.is.

Ég Links er mjög ósáttur við frammistöðu míns klúbbs (GR) í unglingastörfum. Það eru um 200 krakkar í klúbbnum ( hef ekki tölu ) og mér finnst að það sé ekkert gert fyrir þá nema að það er farið með þau í enda ágúst til Hellu að spila þar einn hring í leiðinlegu veðri :-)
Ég hef heyrt að t.d. Keilir bjóða þeim bestu að fara til Spánar eða Portúgals um páskana í æfingabúðir sem eru í u.þ.b. eina viku.
Ég heyrði líka að Golfkúbbur Garðabæjar og Kópavogs höfðu boðið einhverja af krökkum sínum af fara til Skotlands um páskana líka.
Í GR er hinsvegar ekkert gert í neinu fyrir utan Helluferðina ( eins og ég nefndi hér að ofan ) og einhver Pizza Hut mót einu sinnu í mánuði. Áður fyrr var unglingastarfið miklu virkara og betra. Núna er það lélegt að bara til skammar. Persónulega finnst mér að einhverjir þurfa að bæta sig :-)
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.