Sælir.

Það sem ég ætla nú að tala um er hvað mikilvægt er að hugsa rétt þegar maður er að spila á mótum eða bara að gamni á vellinum sínum.
Þar sem ég er þaulvanur að spila í stigamótum og öðrum mótum er ég búinn að læra það að temja reiði mínu og vera alltaf í jafnvægi og góðu skapi þótt maður sé að spila alveg hræðilega. Ég er búinn að fylgjast með nokkrum mönnum sem alveg eyðileggja skorið sitt vegna þess að þeir slógu eitt lélegt högg og eftir það þunglyndiskast og smá af lemja kylfu í jörðina. Það hjálpar þeim náttúrulega ekkert og þeir fara bara að spila enn verr!!!
Persónulega finnst mér að ef maður heldur sér í góðu skapi og pirrar sig ekkert á þessu í staðinn fyrir að vera reiður, þá er maður að spara þó nokkur mörg högg. Það sem er líka leiðinlegt er að ef einhver sem er með manni í holli og er orðinn að brjálaður, þá kemur þetta niður á þeim hinum sem eru í hollinu með honum og þeir fara líka að spila illa vegna hans. Mér finnst að ef einhver er svona í móti ætti að láta hann fá víti ( 1 eða 2 högg ) og þá ætti hann svona að fara að skilja að neikvæð hugsun borgi sig ekki.

Takk fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.