Ég er örugglega með slakari pútterum á Íslandi miðið við að ég hef 8.5 í forgjöf… ég fékk mér nýjan pútter í vor og hann hefur hjálpað mér en það kemur enn fyrir að ég er að tapa mótum og hækka mgi í forgjöf vegna þess að ég er að þrípútta pútt innan við 4
metra. Ég fékk mér Odyssey Dual Force Rossie 2 pútter og mér finnst hann þægilegur en kennarinn minn og pabbi vinar míns (sem var Íslandsmeistari fyrir 30 árum) hafa sagt mér að fá mér léttari og styttri pútter.

Ég áttaði mig fyrst á því í sumar hvað púttin skipta miklu máli enda eru þau nánast helmingurinn af höggunum þínum… þrátt fyrir að mér hafi farið fram í púttum í sumar og lækkað mig úr 19.4 í 8.5 vil ég komast enn lægra með forgjöfina. Getur einhver sagt mér frá góðum pútter sem hann á eða hefur prófað.
Ég hef ekki prófað “2-ball” pútterinn en hef prófað marga ping púttera og líkar ekki við þá. Gerið það hjálpið mér með þetta svo ég geti haldið áfram að lækka mig.
ég er ekki bara líffæri