Kæru golfarar:

Ekki fyrir löngu sendi ég grein um golfsett, og hvað margir hafa gert þau mistök að kaupa það dýrasta og svo geta þeir ekkert með því. Nú ætla ég að tala um réttu kylfurnar:

Í sumar komst ég að því að kylfurnar sem ég var svo hrifinn af voru ekki réttu kylfurnar fyrir mig. Ég var á æfingu hjá Derrick
( þjálfarinn minn ), og í miðri æfingu sagði hann að þessar kylfur væri alltof stífar ( ég á Titleist 990 DCI semiblade ). Hann mældi með því að ég myndi fá mér nýjar kylfur með regular sköftum t.d. Ping eða Callaway. Satt að segja fékk ég svona smá áfall. Ég var að fíla þessar kylfur mjög vel og svo er allt í einu sagt að þær eru ekki þær réttu fyrir mann!!! Ég er að spá í því hvort ég ætti að hlýða þjálfara mínum og fá mér nýjar kylfur eða gera það ekki og halda mig við járnin mín. Það er nefnilega spurningin. Mig langar mjög mikið í Ping i3 járnin og Callaway x-14. Ég fékk að prufa callaway járnin hjá Derrick og ég var að slá miklu hærra og um 10 m lengra ( veitir ekki af ). Ég er líka búinn að spá í hvort að maður eigi ekki bara að skipta um sköft, en mér er sagt að það sé orðið það dýrt að það taki því ekki. Satt að segja veit ég ekki alveg hvað ég á að gera :-)

Takk fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.