ATH. golfarar:

Ég var að spá í því hvort að við eigum einhverja góða íslenska áhugamenn sem eiga góða möguleika á því að komast á evrópsku mótaröðina eða einhverja aðra. Ég held að Úlfar hefði getað gert það, en núna er það orðið of seint fyrir hann. Ég hef ekki mikla trú á hann Birgi Leif. Þótt hann hafi verið oft nálægt því þá sýnist hann ekki geta að þola álagið sem fylgir því. Björgvinn veit ég ekki um. Það eina sem ég hef heyrt af honum er að honum gangi ekki vel enn sem komið er. Halli Heimis gæti örugglega komist. Honum hefur gengið mjög vel í Bandaríkjunum og líka Örn Ævar að mínu mati. Mér finnst að Sigurpáll sé ekki alveg tilbúinn í það að takast á við atvinnumennsku. Ef ég þyrfti að velja einn strák í flokki 16-18 ára aldurs sem gæti orðið rosaleg góður er Magnús Lárusson. Hann er mjög högglangur og nákvæmur ( enda er hann með 0,5 í forgjöf eða nálægt því.Hjá konunum er Ólöf María líklegust til afreka að mínu mati, en ég held að það eru að koma einhverjar stelpur sem gætu orðið góðar.

-Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.