Húsnæði Sælir golfarar mér langar aðeins að ræðu um húsnæði til að æfa inni.


Mér finnst að það vanti mikið af inniaðstæðum til að æfa sig á veturnar. Það eru mjög fáir golfklúbbar með inniaðstæðu og þá er þar lítið pláss og alltaf lokað. Hvað finnst ykkur um þetta?
Ég er í keili og þeir eru með smá aðstæðu rétt við höfnina (held allavena að þeir eru enn að nota hana). Ég nenni ekki að fara þarna því að það er lítið pláss og bara leiðinlegt þarna. Ef ég mætti ráða þá myndi ég byggja ágætis húsnæði við völlinn og setja þar æfingaaðstæðu þar sem hægt er að slá í net GOTT pútt grín og allavena einn golfhermir. Það er alltaf gaman að fara í golfhermi.
Mér finnst þetta afbragðshugmynd að gera sona en í þetta þarf mikla peninga sem mér finndist góð hugmynd að bæjarfélagið þar sem golfvöllurinn er ætti að styrkja þetta eitthvað. Það væri sniðugt þá að það væri ódýrara fyrir félagsmenn í golfhermirinn.
Seinast þegar ég vissi þá átti að breyta einu stóru húsi á keilisvellinum í sona æfingaaðstæðu og ég held að þar eigi að koma golfhermir. Ég vona að þetta fari að koma bráðlega en það tefst alltaf sona hlutir. Þetta átti t.d. að vera komið en eins og ég segi veit ég ekki meira……
Þetta er allt sem ég vildi segja við ykkur.

Takk fyrir

Kveðja,

Wiss