Vijay Singh Hér á eftir ætla ég að fjalla stuttlega um einn af mínum uppáhalds kylgfingum en það er einmitt Vijay Singh.

Vijay Singh fæddist 22. febrúar 1963 á Fiji eyju í bænum Lautoka. Singh er giftur Ardenu Seth og eiga þau eitt barn saman, Qass Seth en hann fæddist 19. júní 1990. Hann býr núna á Ponte Vedra Beach á Florida ásamt konu sinni og syni. Vijay varð atvinnumaður árið 1982 en hann fór ekki á PGA Tour fyrr en 11 árum seinna eða vorið 1993. Aðal áhugamál hans fyrir utan golf er snóker, krikket, ruðningur og fótbolti.

Vijay Singh hefur á þessu ári þénað hvorki meira né minna en $3.756.563 á þessu ári og eru það tæpir 3 milljarðar íslenskra króna. Hann hefur unnið 11 PGA mót og þau eru:

1993 Buick Classic. 1995 Phoenix Open, Buick Classic. 1997 Memorial Tournament, Buick Open. 1998 PGA Championship, Sprint International. 1999 Honda Classic. 2000 Masters Tournament. 2002 Shell Houston Open, THE TOUR Championship presented by Coca-Cola.

Einnig má geta þess að síðasta mót sem hann vann var einungis fyrir 30 efstu kylfinga á peningalistanum og vann hann það með yfirburðum. Hann endaði á -12 og á þriðja hring setti hann niður alveg rosalegt pútt á 15. holu sem er par. 5, púttið var 23 metrar og var það fyrir erni og viti menn hann var ekkert að tvínóna við hlutina heldur setti hann það bara í.

En ég hef ekkert meira um hann að segja annað en að þetta er frábær kylfingur og gaman er að fylgjast með honum spila.

Takk fyrir mig
kv, Geithafu