Kæru golfarar.
Ég verð nú að segja það að golfferðirnar sem eru hér boðnar á landi eru alltaf að fara hækkandi. Reyndara er verðið svo hátt að ég skil ekki í nokkri lifandi manneskju að bóka sig í golfferð.
Ég kíkti aðeins á ferðirnar sem voru boðnar upp hjá Úrval útsýn. Ég verð nú að segja það að ég fékk hálfgert sjokk.
13 daga ferð til Islandia merð ótakmörkuðu golfi og kvöld og hádegishlaðborði kostar frá 160.000 kr án flugvallarskatta. Sjálfum finnst mér þetta vera aðeins of mikið verð. Það sem er ennþá betra er að það kostar frá 75.000 í 4 nætur á Calway á Írlandi. Í alvöru 75.000 kr!!!
Ég tjékkaði á Úrval útsýnar bæklinginn í fyrra og sá að flestar ferðirnar voru búnar að hækka á aðeins einu ári um 20-30.000kr á ári sem er þó nokkur hækkun.
Ef ég ætla að fara eitthvað út á þessu ári eða næsta þá ætla ég frekar að fara á eigin vegum og spara mér nokkra þúsundkalla!
-Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.