Tækniframfarir í golfinu Mikil umræða hefur verið á síðustu árum tengd miklum tækniframförum í sambandi við kylfur og golfbolta. Menn eru að slá töluvert mikið lengra í dag en fyrir aðeins t.d. 5 árum. Þetta gerir það að sjálfsögðu að verkum að menn eru að nota styttri járn í innáhögg sín sem leiðir (eða ætti að minnsta kosti að leiða) til lægra skors.
Það sem enn hefur aukið á umræðuna er innreið náunga að nafni Tiger Woods í golfíþróttina. Þar sem Tiger getur slegið lengra en langflestir og mikið beinna en sá sem slær lengra en hann (=John Daly), þá hefur verið talað um það að gera þurfi velli “Tiger-proof”. Reyndar hefur þessi viðleitni engu breytt, Tiger hefur unnið á öllum tegundum valla, stuttum og löngum.
Frægasta dæmi þess að velli hafi verið breytt er óumdeilanlega þær miklu breytingar sem áttu sér á Augusta vellinum fyrir US Masters í vor. Frægasta dæmið þar er 18 brautin sem var lengd, að mig minnir um 60 metra. Tiger notaði sandjárnið árið áður en þurfti nú gott sex-járn.
Menn hafa auðvitað misjafnar skoðanir á þessari þróun í golfinu og hefur Jack Nicklaus sjálfur sagt að hann sé henni algjörlega mótfallinn.
Hvað finnst íslenskum kylfingum um þessar pælingar?
með golfkveðju,
Árni G.