Annika Sorenstam Jæja þá er ég búinn að skrifa svo mikið um karlkyns kylfinga að ég held að ég taki mér bara frí og skrifi um bestu konuna. Hún er frá svíþjóð og heitir Annika Sorenstam.

Annika fæddist 10.09.1970 eða m.ö.o. tíunda.september.nítjánhundruðogsjötíu :D
Hún spilar í <a href="http://www.lpga.com">LPGA</A> sem er eins konar PGA keppni kvennana. Systir hennar spilar líka þar en hún heitir Charlotta, en hún er ekki eins góð.

Hún er hæst í peningalistanum en hún er búin að græða 2.1m. dollara(ágætis peningur þar á ferð).
Fjórum sinnum hefur hún ásamt liði Evrópu hampað Solheim-bikarnum en hann er eins konar Ryder Cup kvennanna.

Hún er handhafi 14 meta í LPGA þ.á.m. Sú fyrsta sem vann inn 7 milljónir á ferlinum.

Hún er sú besta í bransanum í dag en hver veit kannski mun einhver önnur koma og rústa henni.
——