Sökum niðurstöðu alþjóðaþings stjörnufræðinga þar sem Plútó var sviptur stöðu sinni sem reikistjarna hyggst ég segja af mér admin-stöðu minni hér á hugi.is/ufo í mótmælaskyni og vona að það verði vatn á myllu þeirra sem berjast fyrir því að Plútó hljóti aftur fyrri virðingarsess.

En að öllu gamni slepptu, þá er hér nýr stjórnandi kominn og ég fæ ekki betur séð en að hún standi sig vel, mun betur en ég hef gert hér upp á síðkastið. Það er óþarfi að hafa mig sem stjórnanda hér upp á puntið og með því að ég fari losnar staða fyrir áhugasaman notanda sem e.t.v. getur orðið stjórnandi einhvern daginn. Það var gaman að stjórna þessu áhugamáli en sökum gífurlegs annríkis síðustu misserin hef ég lítið getað sinnt áhugamálinu, mun minna en það á skilið. Ég kveð því nú, vonandi í sátt við notendur, þegar ég tók við var áhugamálið í nokkru ólestri en ég ætla að vona að ég hafi orðið til e-s góðs, í það minnsta ekki valdið nokkrum skaða.

Með þökk fyrir samfylgdina og ósk um góðar stundir á áhugamálinu,
geiri2