Fyrsti brasilíski geimfarinn er á leið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar Fyrsti geimfari Brasilíu, Marcos Pontes, er um borð í Soyuz-geimflaug sem skotið var á loft frá rússnesku geimskotsmiðstöðinni, Baikonur, í Kasakstan klukkan 2.30 í nótt. Ferðin mun taka ellefu daga og eru tveir aðrir geimfarar um borð í flauginni, rússneski geimfarinn Pavel Vinogradov og bandaríski geimfarinn Jeffrey Williams.

Allt fór vel í geimskotinu og er flaugin nú á leið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS), en reiknað er með að hún nái þangað laugardaginn 1. apríl.

ISS er eina geimstöðin á braut umhverfis jörðina síðan rússnesku MIR geimstöðinni var lokað 2001.
Kveðja, Unix