[ANNAÐ] Hringmyrkvi á sólu 2003 - hvar, hvenær hvernig? Kæri hugarar! Þá styttist í það. Þann 31. maí er það heilög skilda okkar allra að fara út og horfa á sólina og þar sem spurningar hafa borist mér, og verið sendar inn á þetta áhugamál, um það hvernig best sé að horfa á svona ætla ég að reyna að útskýra það í nokkrum orðum. Auk þess mun ég benda ykkur á hvar og hvenær þið munuð geta horft á hringmyrkvan.

Hringmyrkvi?
En já, kannski er sniðugast að útskýra fyrst hvað hringmyrkvi er, er það ekki? Hringmyrkvi verður þegar tunglið fer fyrir sólina, en nær ekki að hylja hana alla. Hringmyrkvi er þó ekki eins og hver annar deildarmyrkvi. Það eina sem sérst af sólinni er rönd í kringum tunglið. Reyndar hef ég aldrei séð hringmyrkva sjálfur nema á myndum. Við munum þó ekki fá að sjá kórónu sólar, því miður..

Þetta mun allt gerast laugardaginn 31. maí næstkomandi, svo þið skuluð biðja til Drottins, eða hvaða guðs/guða sem þið trúið á, og biðja um gott veður. Nú, ef þið trúið ekki á tilvist æðri vera, þá skulu þið bara vona með mér.

Þegar glápa skal á sólmyrkva
Þá er komið af þeim hluta sem þið eruð öll spenntust yfir, hvernig á að horfa á sólmyrkva. Fyrst skal það tekið fram að það er hættulegt að horfa á hann með berum augum. Með því að horfa beint á sólina getur þú skemmt í þér augun á stuttum tíma. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa eitthvað til að verja augun.

Nú, þú getur keypt þér sérstakar filmur hannaðar til þess að dekkja sólina nóg, en þær kosta mikið af peningum og henta því ekki. En þú getur líka notað 300ASA venjulega filmu í myndavél sem þú færð úti í búð. Þær kosta um það bil 300 krónur held ég. Þú tekur einfaldlega filmuna sjálfa úr og horfir í gegnum hana.

Það er líka hægt að horfa í gegnum diskana sem eru inni í floppy diskum. Til þess að komast að þeim opnar þú einfaldlega floppy diskinn og horfir í gegnum diskinn sem þar er. Þú skemmir þó floppyinn á þessu. Venjulegur floppy diskur kostar í kringum 100 kall. Þeir eru þó nokkuð litlir svo ekki er hægt að nota bæði augun.

Þú getur notað rafsuðugler, eða hvað sem það kallast, númer 14. Þetta færðu í einhverjum búðum hjér á Íslandi og ég hef ekki hugmynd um hvað það kostar. Þessi gler eru þó mjög mikið notuð úti í heimi. Að sama skapi geturðu líka notað rafsuðuhjálm, þeas hjálmana sem fólk notar þegar það rafsýður, ef þú skildir eiga svoleiðis. Ef þú átt stjörnukíki og ætlar þér að búa til filter til að geta horft á sólina þá er sniðugast að nosta rafsuðugler eða kaupa einfaldlega filter. Filterinn verður að vera ofan á ljósopinu, en ekki við augnstykkið. Annars geturðu skemmt það sem er inni í kíkinum.

(Ef þú ert áskrifandi af Astronomy Magazine ættirðu að eiga gleraugu sem fylgdu með einhverntíman í fyrra).

Hvar get ég horft á sólmyrkvan?
Kíktu á myndina hjér til hliðar. Myrkvinn fer yfir gráa svæðið frá klukkan 03:45 til klukkan 04:31 að íslenskum tíma. Rauða línan sýnir hvar tunglið sést nákvæmlega fyrir miðri sól. Eins og sjá má er þetta á heldur litlu svæði, og ef þú ert þar ertu mjög heppin/n. Persónulega ætla ég að reyna að koma mér til Ísafjarðar .. hæpið að það heppnis. Þess skal þó geta að það þýðir ekki að þar verður gott veður þar sem ég er ekki alvaldur. Þó að þú sért staddur/stödd í Reykjavík eða annarstaðar er það samt engin afsökun fyrir því að sleppa því að fara út og horfa.

Ég vona svo sannarlega að þessar upplýsingar hafi verið notadrjúgar.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu <a href="http://almanak.hi.is/myrkv03.html">Almanaks Háskóla Íslands</a>. Um þá síðu sér Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur. Á heimasíðu Almanaksins er t.d. að finna upplýsingar um tímasetningar og annað.

Myndin sem fylgir þessari grein er eign Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðing við HÍ. Leyfi var fengið til að sýna þessa mynd hjér. Athugið að þetta leyfi á bara við um þessa grein en engar aðrar. Þú mátt því ekki nota hana í efni frá þér nema með leyfi frá Þorsteini Sæmundssyni.
Reason is immortal, all else mortal.