Stjarneðlisfræði: Tvö ofurþung svarthol í sömu vetrarbrautinni Í fyrsta skipti í sögu vísindanna hafa vísindamenn sannað að tvö ofurþung svarthol geta verið í sömu vetrarbrautinni. Þetta var sannað með hjálp X-ray stjörnukíkisins Chandra sem er á sporbaug um jörðu.
Þessi tvö svarthol eru á sporbaug um hvort annað og má búast við því að eftir nokkur hundruð milljón ár muni þessi tvö svarthol sameinast í eitt enn stærra svarthol sem mun leysa úr læðingi ótrúlega mikla orku í formi geislunar og þyngdaraflssveiflum.

Myndirnar frá Chandra sýna fram á það að kjarninn í vetrarbrautinni NGC-6240 inniheldur ekki eitt heldur tvö ofurþung svarthol sem bæði eru aktíf og taka efni úr sínu nánasta umhverfi.

[ <a href="http://www.spaceflightnow.com/news/n0211/20chandra/">spaceflightnow.com</a> ]
Reason is immortal, all else mortal.