Jörðin gæti brátt fengið aðra sól, að minnsta kosti í eina til tvær vikur, þegar risastjarnan Betelgás springur. Sprengingin verður svo björt að nótt verður degi líkust á jörðinni.

Rauða risastjarnan Betelgás sem er í 640 ljósára fjarlægð frá jörðu er ein bjartasta stjarnan á næturhimninum en hún mun verða að sprengistjörnu. Vísindamenn deila hins vegar um hvenær þetta muni gerast.

Á mælikvarða stjarnfræðinnar er búist við að stjarnan springi mjög fljótlega en það gæti hins vegar þýtt næsta ár eða hvenær sem er á næstu milljón árum.

Brad Carter, vísindamaður við Háskólann í Suður-Queensland í Ástralíu segir að þessi gamla stjarna sé að verða uppiskroppa með eldsneyti í kjarna sínum.

„Þetta eldsneyti heldur Betelgás gangandi og skínandi. Þegar það klárast mun stjarnan bókstaflega falla inn í sjálfa sig og mun gera það mjög hratt. Hún mun hvellspringa og við munum fá ótrúlega birtu í stuttan tíma í u.þ.b. tvær vikur og á næstu mánuðum á eftir fer hún að dofna og verður á endanum varla sjáanleg,“ segir Carter.

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2011/01/22/jordin_eignast_nyja_sol/

Verður spennandi að fylgjast með þessu. Nú er ég ekki sá fróðasti um geimvísindi en þegar hún springur, verður virkilega svo bjart að það verður nánast dagur um nótt, og verður það þá allstaðar á jörðinni eða bara á ákveðnum stöðum?