Sælir…

það vill þannig til að pabbi minn var að koma frá USA og einhver vinur hans þar gaf honum brot úr steini sem hann taldi vera loftstein.

ég fór að lesa mig til á netinu og sá að hann á margt líkt með lýsingum á netinu og ef þetta er loftsteinn er þetta mjög líklega stony “týpan” sem er ekki mikið járn í, en þó finn ég smá segulkraft ef ég fer með segul þar yfir… og “fusion crust” sem er brædda “skorpan” utaná sést greinilega

mín spurning til ykkar: hvar er hægt að láta rannsaka þetta og vitið þið um einhverja sem eiga svona ?
Undirskrift