“Það er engin lygi að Plútó hegði sér ekki mjög líkt hinum plánetunum. Það er ekki nóg með að hann sé bæði dvergvaxinn og óskýr heldur er hann svo óútreiknanlegur í hreyfingum að enginn getur sagt fyrir með vissu hvar hann verður eftir eina öld. Brautir allra hinna plánetanna eru meira og minna í sama fleti, en braut Plútós hallast miðað við hinar um sem svarar 17 gráðum, eins og hattur á höfði spjátrungs. Brautin er svo óregluleg að langtímum saman er Plútó nær okkur á einmanalegri ferð sinni umhverfis sólu en Neptúnus. Lungann úr níunda og tíunda áratug 20. aldar var Neptúnus raunar fjarlægasta plánetan í sólkerfinu. Það var ekki fyrr en 11. febrúar 1999 að Plútó komst á ystu braut þar sem hann verður í 228 ár.”
Tekið úr bókinni Stiklað á stóru um næstum því allt eftir Bill Bryson sem er fyrirtaks bók.

Vá, þetta hafði ég ekki hugmynd um. Plútó var þá nær okkur en Neptúnus :)
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.