Ekki það að það skipti nokkru máli, en ef nákvæmasta tímamæling í heiminum í dag byggist á hreifingu rafeindar í kringum sesíumatóm, hvernig líður þá tíminn í algeru tómarúmi ( ef það er þá til !! )

Stoppar hann eða hvað ?
Er ekki kenning Einsteins á þá leið að tími líði hægar fjær massa en nær honum.

Sumir vilja meina að tíminn sé í raun hreyfingar rafeinda í kringum atóm, og að sumir hlutir geti haft áhrif á þennan hraða rafeindanna.
Semsagt að hægt sé að hraða/hægja á klukku eftir því hvar hún er staðsett.
Að massi (eða einhvað annað)nálægra atóma hafi áhrif á tímann.
Við alkul, þegar atóm eiga að vera algerlega hreyfingarlaus, eru þá rafeindirnar ennþá á hreyfingu í kringum atómin eða getum við ‘fryst’ tímann ? Í tómarúmi eðlisfræðinnar hlýtur að vera alkul ?

Að sjálfsögðu er erfitt að ‘setja’ atómklukku í tómarúm og koma svo seinna og athuga með hana.
Hún hlýtur þá að hafa áhrif á sjálfa sig osfrv.
En pælingin er á þá leið að tíminn hljóti að lýða hægar á mismunandi stöðum í alheiminum og því má gera sér í hugarlund að ef við gætum ferðast hvert sem um geiminn að þá gætum við í raun ferðast í annann tíma. Þar sem við kannski fyndum massa sem hefði myndast við miklahvell en væri samt töluvert yngri en miklihvellur ???