Vissir þú ekki að þú ert ekki til frekar en ég ?
Þú ert bara enn ein birtingarmynd orkunnar sem nefnd er ‘miklihvellur’, þessir stafir sem þú lest líka, sömuleiðis hugsunin sem þú ert að framkvæma !!

Því eins og allir ‘vita’ var ekkert til fyrir miklahvell! ??
Og ef lögð væri saman öll orkan sem til er í heiminum(þ.e.a.s. ALLT )þá væri útkoman = miklihvellur, held ég.
Sem væri þá massi alheimsins sinnum ljóshraði í öðru veldi, plús auðvitað það sem við skilgreinum ekki sem massa. ( passar það ? )

Hvað hefur þú, ef þú átt +einn og -einn, eða efni og jafnmikið andefni?

Ef í byrjun var ekkert hvernig er þá hægt að skapa eitthvað?
??? Hvernig er hægt að skapa mismun á einhverju ef ekkert er til, efni og andefni.
Neikvæða stærð og jákvæða, sem samanlagt væru þá, = EKKERT ?? Mismunurinn á milli þeirra væri þá orkuhleðsla.

Af hverju er þá ekki bara talað um jafnvægi í stað tómarúms, því úr jafnvægi má mynda meira og minna = orkuhleðsla ?

þá er bara að finna út jafnvægi á hverju?