ég var áðan úti að rölta og skoða stjörnur, sá þá gervihnött færast rólega yfir næturhimininn, og annan við hliðina! Þeir voru alveg samhliða, og færðust á sama hraða yfir himininn. Bilið á milli þeirra var svipað og á milli Castor og Pollux í Tvíburunum. Ég man ekki eftir að hafa séð neitt þessu líkt áður.

Þetta slær þó ekki út þegar ég sá loftstein brenna upp með þvílíkum látum að það brotnaði úr honum, það var fyrir 2 árum og held ég að ég sjái seint annað eins sjónarspil!