Það er ekki ákveðið hvort ég selji sjónaukann minn en þar sem ég skulda dálítinn pening útaf flugnámi hef ég verið að hugsa um að minnka við mig. Það sakar allavega ekki að sjá hversu mikinn áhuga fólk hefur á gripnum.

Þetta er semsagt Celestron Starhopper 8.

Specs:
200mm (8") ljósop
Brennivídd: 1219mm
Brennihlutfall: f/6
Mesta gagnlega stækkun: 480x
Dawes-mörk: 0,57 bogasekúndur
Birtumörk: 14

Ég læt fylgja með aukahlutatösku sem inniheldur 5 augngler (en án þeirra er sjónaukinn gagnslaus) + eitt sem fylgdi með sjónaukanum. Í töskunni er einnig svokölluð 2x barlow linsa, en hún tvöfaldar stækkunarmátt augnglerjanna. Þar að auki eru sex litsíur auk tunglsíu sem dregur úr ljósstyrk tunglsins. Taskan sjálf er sterkbyggð, úr áli.

Mynd af töskunni http://www.skiesunlimited.net/images/products/163_01.jpg

Mynd af sjónaukanum
http://www.celestron.com/c2/images/files/product/10800_starhopper8_large.gif

Þess má geta að þetta er engin smásmíði og hentar ekki fyrir fólk í léttara laginu án aðstoðar frá öðrum.

Ég keypti hann í Ormsson fyrir um einu ári síðan og það eina sem ég hef út á hann að setja er þyngdin.

Góður manual fylgir með og ég er meira en til í að halda sýnikennslu.

Það sem ég hef séð með honum er Tunglið, Satúrnus, Mars, Júpíter, Andrómedru, Sverðþokuna, hringþokuna í Hörpunni og einhverja kúluþyrpingu sem var reyndar í daufari kantinum. Svo má bæta við allskonar stjörnuþyrpingum og tvístirnum.

Taskan kostaði 19.900 kr með sjónaukanum
og sjónaukann keypti ég á 47.900 kr.

Íslenskur Stjörnuatlas eftir Snævarr Guðmundsson læt ég fylgja með á hálfvirði, aðeins 2500 krónur.
Frábær bók þar á ferð með upplýsingar um alla hluti sem hægt er að sjá, eftir árstíðum.

Og já eitt enn. Ef þið viljið fá sem mest út úr sjónaukanum er algert must að fara úr ljósmenguninni, þannig að hafið í huga hvort þið hafið afnot af bíl sem rúmar sjónaukann.

Ég fer ekki neðar en 55 þúsund fyrir sjónaukann og töskuna þar sem allt er í góðu standi.

Bætt við 16. febrúar 2007 - 20:46
“Taskan kostaði 19.900 kr með sjónaukanum”

Að sjálfsögðu ekki saman en hún var ódýrari ef ég keypti hana með sjónaukanum.