Ég sá svo mikla leiðindarfrétt á Stöð 2 áðan að mig langaði að æla.
Fréttin fjallaði um að geimferðarfyrirtækið Blue Origin, í eigu gaursins á bakvið Amazon, hafi sýnt 2 ára gamlar myndir af því þegar að geimfar þess náði 82 metra flugi…..

Og þeim finnst þetta frétt. Þetta er sami tími og þetta fyrirtæki tapaði X-Prize um fyrsta einkarekna geimskotið fyrir Burt Rutan og hans menn í Scaled Composites sem hönnuðu SpaceShipOne sem náði 300.000 feta hæð. Og hefur selt 8 geimflaugar til Virgin Galactic fyrir skemtiferðir. Og ef ég man rétt þá náði það stórvirki rétt inn í 10 fréttirnar á sínum tíma. En nei… Amazon gaurinn nær 82 metrum og fær þetta fínasta fréttaslot.

Nei. Þessir fréttamenn sjá ekki framfarir mannkynns til að bjarga lífi sínu.