ok.. ég hef alltaf pælt, erum við ein í þessum heimi.. svar mitt er einfaldlega nei það er í raun ómögulegt að við séum eina lífið í allri þessari veröld/vídd/alheimi

ok.. sem dæmi, ljósið fer 300.000 km á sekúndu,sú vegalengd er jafn langt og að fara sjö og hálfan hring í kringum plánetuna jörð.. hljómar ómögulegt.. en svo er að vísu ekki

ýmindið ykkur þann hraða.. haldast í heilt ár.. ok það eru 31536000 sekúndur í heilu ári.. 300.000 * 3156000 = 946800000000 kílómetrar á ári (níuhundruð-fjörtíu og sex þúsund og átta hundruð milljónir) = (946,8 milljarðar km)

og það er MIKIÐ… ok.. okkar sólkerfi (sólin, merkúríus, venus, jörðin, mars, júpíter, satúrnur, úranus, neptúnus og plútó) það er eitt sólkerfi… ef þið vissuð ekki þá ertu til margar billjónir-skrilljónir af sólkerfum í þessum alheim… en ekki er til örrug tala um það.. því það er ekki búið að finna uppá því hárri tölu

ok.. flest allar stjörnur sem þið sjáið á dimmu vetrarkvöldi/nóttu það eru aðrar sólir (önnur sólkerfi)

ok mörg mörg möööörg sólkerfi mynda.. eina stjörnuþoku (milkyway) og í okkar stjörnuþoku (þeirru sem okkar sólkerfi er hlutur af) eru um það bil 10000 (tíuþúsund) milljarðar sólkerfa

sólkerfið sem er nálægast okkar eigin sólkerfi.. er 4 ljósár í fjarlægð.. sem eru 3787,2 milljarðar kílómetra.. það er nálægast.. af ÖLLUM öðrum sólkerfum í þessum alheimi

en ok… núna eru þið búin að vonandi geta séð fyrir ykkur hverstu stór þessi heimur er .. og hvað við erum lítill hluti af þessum heim (ef þið nenntuð nú að lesa hvað ég er að segja)

eins og ingólfur eðlisfræðikennari sagði… að við erum bara ein öreind .. og sólkerfið er frumeind… og so on and on(útskýri þetta næst)

en ok… að því að við erum ekki ein í þessum heimi.. þar sem þetta er svo ótrúlega stór heimur.. og allt það… þannig það hlítur að vera líf annarsstaðar ( “geimverur”0

ok.. svo eitt enn… ég er áskrifandi af nördatímaritinu lifandi vísindi… og þar er ein kenning um að þessi alheimur er ekki eini alheimurinn… heldur margir billjarðar af öðrum

þannig að þetta er alltaf að verða meira og meira…. og við erum ekki einu sinni dropi í hafinu miðað við þetta allt…. við erum ekki einu sinni eitt sandkorn á strönd..

þetta var pælingin mín í dag…. koma fleiri seinna þegar mér leiðist mikið

og þeir sem nenntu að gefa sér tíma í þetta… takk fyrir það.. endilega kommenta

og líka afrek það að ef þið skilduð þetta yfir höfuð… ^^,