Ég er hálfhneykslaður á því að enginn skuli hafa
skrifað grein um nýju “reikistjörnuna”. Ég gæti
bara þurft að gera það sjálfur.

Eftir að hafa skimað í gegnum korkana hérna kom í
ljós að margir halda að sedna sé reikistjarna.
Það er ekki rétt, það var ákveðið að sedna væri
ekki reikistjarna, enda minni en plútó, sem er á
gráu svæði.

2005 fannt fyrirbæri sem er STÆRRA en plútó,
kallað 2003UB313 (fallegt nafn) og ætti þar með
að verða tíunda reikistjarnan.

Beðið er eftir almennilegri skilgreiningu á
reikistjörnu. Það eru tvær mögulegar útkomur:
Reikistjörnurnar verða 10, að 2003UB313 með-
taldri eða reikistjörnunar verða 8, og plútó ekki
með.

Búist er við góðri skilgreiningu fyrir enda ársins 2005 og sér IAU (International Astronomical
Union) um málið.

Tékkið á:
http://www.iau.org/

Þeir eiga líka helvíti fínt logo:
http://en.wikipedia.org/wiki/Image:IAU_logo.jpg