Ég rakst á grein á mbl.is í sambandi við 2 skýrustu myndir sem HUBBLE hefur náð, og þær eru ótrúlegar. Spurningin mín er þessi, ég hef leitað að google að þessum myndum í fullri stærð en ég sé þær hvergi.

Svo ég vitni í greinina hjá mogganum “ teknar hafa verið með geimsjónaukanum Hubble, annarsvegar af þyrilvetrarbrautinni M51, sem einnig hefur verið nefnd Hringiðuþokan, og hinsvegar af Arnarþokunni. Þetta eru einhverjar skýrustu og stærstu myndir sem teknar hafa verið með Hubble, og þótt þær væru stækkaðar á heilan vegg myndi skerpan í þeim ekki minnka.”

Það sem ég er að leitast eftir er að finna þessar myndir í svo góðum gæðum að ég geti farið á prentstofu og stækka þær mikið og setja þetta á veginn heimavið.

Einhver sem getur bent mér á stað þar sem ég get nálgast myndirnar í þessum gæðum?

Fyrirfram þökk,
Gunnar Örn