Ég veit ekki hvort að fólk hafi talað mikið um þetta hér en ég var að skoða nokkra hluti um þetta og byrjaði að velta þessu aftur fyrir mér, lentu Bandaríkjamenn einhvern tíman á tunglinu.

Það eru nokkrar áhugaverðar ábendingar sem benda til að það hafi aldrei gerst, og þegar að spurst var um þetta hjá NASA vildu þeir sem minnst svara.

Þegar að þeir eru að festa fánan sinn niður flaggar hann, sem er náttúrulega alveg fáranlegt að gerist á tunglinu.

Þegar að myndir eru skoðaðar af flauginni sem þeir lentu á er engin sprengigýgur fyfir neðan hana og þegar maður skoðar myndir af lendingunni er meira eins og að það sé verið að láta hana síga í vír og sama þegar hún flýgur á loft aftur.

Þegar maður skoðar myndir sem að gerast í skugga er smáatriðin mjög greinileg, þar sem er bara ein tegund ljóss á tunglinu, þ.e. sólin, er þetta mjög skrýtið.

Þegar að myndirnar eru sýndar af geimförum að hlaupa um og bíllin þeirra á ferð í tvöföldum hraða er það eins og þeir séu að keyra í sandi á jörðinni.

Hvert kg sem fer í geimin er mjög dýrt og erfit að koma upp, hvað voru þeir að gera með sinn eiginn buggy bíl, og þetta er fyrir nokkrum áratugum síðan. Af hverju var svona erfit að koma litlum fjarstýrðum bíl á mars fyrir ekki löngu síðan?

Þetta eru bara nokkrir af þeim hlutum sem ég var að skoða, hver er ykkar skoðun á þessu?

Kv. Tashi