Ég fann nýlega bók sem heitir ‘The Encyclopaedia of alien encounters’ eða ‘Alfræðiorðabók yfir samskipti við geimverur’ (eða hvað sem þið viljið kalla þetta) og er þetta ein áhugaverðasta lesning sem ég hef nokkur tíma lent í. Þarna er reyndar ekki einhver ein abduction saga rekin kilju fyrir kilju heldur kemur þarna allt sem fólk trúir eða heldur að hafi komið fyrir það, fróðleikur um sértrúasöfnuði og annað slíkt (sosum einhver sem telja að Jesú búi nú á Venusi).
Ég er reyndar bara kominn á bls. 20 af 379 en þetta er eitthvað sem ég ætla að drekka í mig eins og ég get. Þetta er meira og minna aðeins byggt á staðreyndum og er mjög hlutlaust skrifað (finnst mér) og ég mæli eindregið með því að fólk sem hefur ekki enn lesið þessa bók að fara á næsta bókasafn og finna hana.
Og einnig þá sem hafa lesið hana að lesa hana aftur.<br><br>Jack
Kveðja,