Ég hef alltaf trúað því að geimverur séu til en fatta ekki alveg hvers vegna þær þurfa að fljúga á kringlóttum förum. Síðan var það eitt sem gerðist þegar ég var að labba heim úr skólanum sem breytti þeirri hugsun.
Ég var s.s. að labba heim úr skólanum og sé allt í einu risastóra skugga fljúga yfir mér, hann var alveg kringlóttur og þetta hlýtur að hafa verið einhver stór hlutur langt uppi þvíað hann fyllti upp í tvöfalda götu(þar sem tveir bílar geta keyrt hlið við hlið). Ég fattaði ekki að líta upp en ég held að ég hefði ekki séð neitt því að þetta far hlýtur að hafa verið lengst uppi í loftinu.
Þetta var mjög skrítið og gerðist fljótt svo að ég áttaði mig ekkert á því hvað þetta var fyrr en ég fór að pæla í þessu.
Er það ekki merkilegt?