Að jafnvel svartsýnustu menn verða að játa að samkvæmt rökfræði er ómögulegt að það sé hvergi annarsstaðar líf en á jörðinni, nú er ég náttúrulega ekki endilega að tala um háþróaðar lífverur þó það sé vissulega möguleiki, heldur er ég jafnvel að tala um örveirur. Líf kemur fram í margskonar myndum og formum og hver erum við að segja hvað er líf og hvað ekki. Hver erum við jafnvel að segja hvað er vitsmunalíf og hvað ekki. Hér er smá hlekkur af léttara taginu. http://www.vortex.is/~mustrum/talien.htm . En allavega svo við skoðum snöggvast röksemdir fyrir lífi á öðrum hnöttum. Í okkar vetrarbraut eru ógrynni stjarna og reiknast vísindamönnum svo til að þær séu einhversstaðar í kringum 13 miljarðar miljóna. Þetta er ógurlega stór tala og ef við bætum við þessa tölu öllum öðrum vetrarbrautum í alheiminum er þessi tala svo stór að við eigum ekki önnur hugtök heldur en stjarnfræðilegastórt fyrir það. En samkvæmt þessu og samkvæmt þeirri staðhæfingu að það séu alltaf líkur á öllu þá er ómögulegt að hvergi annarsstaðar sé líf. Þegar um er að ræða milljónasta hluta úr 1 líkur á að líf kvikni á einhverri plánetu á eru milljarðar pláneta með líf. Furðulegt nokk, en að háþróað líf sé til eins og hér á jörðinni, eða jafnvel meira þróað líf sé til þarna úti er líka, svo til, næstum því - Ómöulegt… næstum…