Já.. ég hef verið að heyra að þeir séu búnir að finna 10. plánetuna.. þótt að það séu reyndar rifrildi um hvort þetta sé í raun og veru pláneta.. en það var reyndar sama rifrildið með Plútó.
Hún hefur víst hlotið nafnið Sedna heyrði ég.. reyndar ekki í samræmi við allar hinar, þar sem þær eru allar nefndar eftir Rómverskum guðum, en Sedna er víst Inúíta guð.. s.s. Grænlensk gyðja hafsins og dýranna sem lifa í því.
Ég persónulega hélt að stjörnuspekingar hefðu verið að spá fyrir um þessa nýju plánetu og væru búnir að nefna hana. Það nafn átti að vera Vúlkan. Vúlkan er rómverskur guð eins og allir hinir, smíða guð og var lamaður fyrir neðan mitti ef ég man rétt.. Bjó í ítalska eldfjallinu Vulcan og smíðaði þar með hjálp glóðheitrar kvikunnar.
En eru einhverjir hér sem geta sagt mér e-ð um þetta plánetu mál? Eða hvort það eru einhverjir sem hafa heyrt e-ð um þessa nafnagift?