Sæl öllsömul

nú má fylgjast með halastjörnunni NEAT (C/2002 V1) ferðast fram hjá sólinni á myndum frá SOHO geimfarinu. Hægt er að skoða myndirnar hér: <a href="http://star.mpae.gwdg.de/indexe.shtml">http://star.mpae.gwdg.de/indexe.shtml</a> og verður hægt að fylgjast með halastjörnunni til 19. febrúar næstkomandi. Ég hvet alla til að líta á síðuna því þetta er mjög björt og flott halastjarna, og jafnvel eru taldar nokkrar líkur til þess að hún brotni upp í þyngdarsviði sólarinnar. Athugið að myndirnar eru uppfærðar á klukkutíma fresti þannig að það er um að gera að kíkja nokkrum sinnum á síðuna yfir daginn.

Kveðja, Tyrone