Mig langar að vita hvort einhverjir hérna hafa séð geimflaug fara á loft.

Ég var svo heppin að sjá Discovery fara á loft með Hubble á sínum tíma, held að það hafi verið 1990.
Það var búið að fresta skotinu nokkrum sinnum, og munaði bara 2 dögum að ég missti af því.
Það átti að skjóta henni upp að nóttu til fyrst held ég, en henni var loks skotið upp 24 apríl (minnir mig) að degi til.

Ég var reyndar ekki á Cape Canaveral, eða hvað sem það heitir, en í bæ þar rétt hjá og sá því eldinn og reykinn þegar flaugin skaust upp :)
Mér finnst gaman að hafa séð þetta, og á örugglega aldrei eftir að gleyma þessu.<br><br>——————————
“Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”
———————————————–