Góðan dag hugarar.
Eins og við flest vitum er til kenning í dag sem fjallar um það úr hverju alheimurinn er gerður. Við höfum öll sé það með mælingum að miðað við stærðfræðilegar tölur á massi alheimsins að vera margfaldur sá sem hann er í dag. Við þessu hafa vísindamenn sagt að dark matter, svokallað hulduefni sem ég hef skrifað um hér áður, sé það sem innihaldi þennan massa.

Fólk hefur þó lengi vel ekki trúað þessu þar sem hugmyndin um efni búið til úr öðrum tegundum atóma er algerlega útúr myndini auk þess sem kenningin MOND eða “Modified Newtonian Dynamics” (þú mátt þýða..;) hefur alltaf staðið á móti. Ég hygg á að skrifa smá um MOND í framtíðini..en áfram með smjörið.

Samhvæmt nýjum rannsóknum sem gerðar voru með Chandra X-ray kíkinum um sporbaug á jörðu eru komnar öflugar sannanir gegn því að MOND virki alltaf.

Rannsókn á vetrarbrautini NGC 720 hefur leitt ýmislegt merkilegt í ljós.
Vetrarbrautin NGC 720, eða réttara sagt efnin, eru nefnilega mun flatari en þau ættu að vera, ef að allur massi í alheiminum væri í hinu sýnilega efni.
Ég vitna í stjörnufræðinginn David Buote:
“Lögun og staðsetning heita gassins staðfestir að í kringum vetrarbrautina verður að vera egg-laga skel úr hulduefni”.

Hérna er hin venjulega kenning, en kenningin um hulduefnið er yfirhöfuð viðurkennd af vísindamönnum um allan heim.
Ofur heit X-ray ský verða að hafa einhvert auka þyngdarafl (ský af dark matter) til að valda því að gösin í X-ray skýinu skjótist ekki burt.

Hin kenningin, MOND, virkar aftur á móti ekki hérna. Hún passar ekki inn í þær niðurstöður sem fengust úr þessari rannsókn, meðan niðurstöðurnar passa hundarð prósent inn í reiknilíkanið um hulduefniskenninguna.

Hulduefni getur btw ekki haft afskipti af öðru efni nema í gegnum þyngdarafl, of öfugt.

Kveðja,
Ómar K.
Cassini

Og nei! Ég nenni ekki að svara einhverju í sambandi við stafsetningarvillur..svo sleppið því bara að benda á þær.
Reason is immortal, all else mortal.