Hmm flottar kenningar hérna en hafið þið pælt í því að kannski er mennirnir ekkert nema pöddur ? ég meina kannski er alheimurinn okkar og pláneturnar bara eins og ryk sem er í einhverjum öðrum heimi og enginn veit af okkur af því við erum svo pínu pínu pínu pínu pínu lítil að það er ekki séns að sjá okkur. Við erum kannski bara eins 1/100 af öreind af stærð miðað við þessar lífverur og svífum í gegnum einhvern heim sem er svo stór að að bera saman fólk sem býr í þeim heimi og okkur er eins og að bera saman rykmaur og steypireið. Plánetan okkar er kannski bara óhreinindi í þeim heimi og við erum undir rúmi hjá einhverri´lífveru sem er svo stór miðið við okkur að það er ekki hægt að ímynda sér það. Eða kannski erum við eins og lýs eða sníkjudýr sem lifum á eða inni í einverri risa lífveru. Maðurinn lítur svo stórt á sig en hann veit ekki neitt. Við gætum verið hvað sem er. Pælið í því.