Ég hef ný lokið að horfa á hina frábæru þætti PLANETS sem gefnir eru út af BBC. ( sömu aðilar og gerðu risaeðlu þættina sem sýndir voru á RÚV ) Í síðasta þættinum var velt fyrir sér lífmöguleikum annarstaðar en hér á jörðinni og kom þar fram að með tíð og tíma mun sólin auka útgeislun sína og verður að lokum ólíft á jörðinni en þá eru líkur fyrir því að vatn á MARS get bráðnað og er þá möguleiki á að þar myndist lofthjúpur og þar með gæti orðið lífvænt þar og möguleikar á að þar gæti myndast líf. Nú síðar í ferlinu er svo mögulegt að þar verði lífvænt á tunglum Júpíter þeim Títan og Evrópu. Þetta er náttúrulega ekki víst heldur bara getgátur. En það sem mér finnst merkilegast er við það að sólin er að hitna breytast möguleikar pláneta á lífvænu umhverfi og því þurfa plánetur ekki endilega að vera svo fullkomlega staðsettar til að þar geti myndast líf. Ef þar er of kalt getur einfaldlega hitnað þar síðar og líf myndast þar síðar. Sem sagt það eru því mun fleiri byggilegar plánetur með tíð og tíma. Þess má einnig geta að menn eru sífelt að komast að því að líf á sér stað á allskonar stöðum t.d. mjög djúpt í sjónum þar sem engin sól skýn en þar nærist lífið á jarðvarma. Þetta segir okkur að enn meiri möguleiki er á að það sé líf annarstaðar en hér. Þess má geta svona til gamans að það eru fleiri stjörnar í heiminum en sandkorn á öllum ströndum jarðarinnar.