Samkvæmt eðlisfræði nútímans eru geimferðalög til fjarlægra staða, eins og næstu vetrabrauta, nær ómöguleg. Þau eru í.þ.m. ómöguleg í skilningi mannsævinnar. Auðvitað gætum við hugsað okkur stórt geimskip sem væri meira eins og sjálfbirgt vistkerfi. Slíkt skip gæti verið á siglingu í gæti verið á siglingu í 100þ. ára og þar myndu fæðast margar kynslóðir manna. Einhvers konar þjóðflokkur geimferðalanga sem hefðu það eina hlutverk að ferðast um geiminn, kanna hann og hugsanlega að koma af stað þróun lífsins á heppilegum reikistjörnum. Tækni dagsins í dag er nú þegar það mikil að við gætum byrjað að þróa slíkt skip og hönnun þess og þróun yrði lokið eftir 50-100 ár. Sjálfsagt písoffkeik ef einhver þjóð legði metnað sinn í þetta verkefni og í sjálfu sér ekkert risavaxnara fyrir okkur en það var fyrir forn-egypta að reisa píramíðana, nú eða kínverja að byggja kínamúrinn eða dómkirkjusmiði miðalda.

Við hins vegar spurt okkur tilhvers, hvað græðum við á þessu. Eftir einhver hundrað þúsund ár er orðið það mikið rof á milli þessa ímyndaða geimskips og jarðarbúa. Það væri engin leið að hafa líkamleg samskipti við geimferðalangana. Að koma skilaboðum á milli tækju jafnvel mörg ár og það sem meira er, megnið af ferðinni á milli vetrarbrautanna væri ekkert að gerast, annað en að geimferðalangarnar draga andann, éta, dreka og sofa á milli þess sem þeir eignast afkvæmi í hæfulegu magni og deyja.

Þótt svona geimskip og ferðalög séu möguleg, þá hafa þau jafn mikla þýðingu og píramíðar, botnlangi ranghugmynda. Vissulega vitnisburður um stórhug, en ekkert meira.

Spurningin er þá hvort að séu aðrar leiðir færar við að ferðast á milli fjarlægra staða í geimnum? Ég er þeirrar skoðunar að það sé til mun vænlegri leið en hún felst ekki í því að koma stórum hlutum á milli staða, heldur snýst hún um ákveðna möguleika sem felast í tölvutækninni og nýjum hugmyndum um eðli vitundarinnar þeim tengdum.

Fræðilega nægir að skjóta einni öreind (eða þyrpingu öreinda) út í geiminn. Þessr öreindir eru um leið skammtatölvur. Slíkt “geimskip” getur ferðast á ljóshraða (hugsanlega skotist um ormagöng og farðið á enn skemmri tíma á milli vetarbrauta). Þeirra fyrsta verk þegar þær koma á leiðarenda er að safna upplýsingum og senda til baka. Jafnvel má ímynda sér að fólk á jörðinni geti í gegnum sýndarveruleika nánast eins og “líkamnast” á fjarlægum stjörnum, eins og þau væru þar sjálf stödd. Tæknilega séð eru slík geimskip möguleg og held ég mun þróunarvænlegri en aðrar leiðir til að ferðast um geiminn.

M.