Í byrjun júlí fóru stjörnufræðingar að taka eftir loftsteini sem samkvæmt fyrstu útreikningum stefnir á jörðina. Steinninn hefur hlotið nafnið NT7 og er talinn vera um tveir kílómetrar í þvermál. Hann snýst um sólina á 837 dögum og ef ekkert breytist er áætlað að brautir loftsteinsins og Jarðarinnar muni liggja saman þann fyrsta febrúar árið 2019. Steinninn mun þá rekast á jörðina á um hundrað þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Stærð steinsins og hraði er nóg til að eyða heilli heimsálfu og valda ófyrirsjáanlegum loftslagsbreytingum.

Það vill okkur jarðarbúum hins vegar til happs að óvissuþættirnir eru stórir. Vikmörkin í útreikningum stjörnufræðinga eru tugir milljóna kílómetra, nóg til að halda í þá von að steinninn fari langt hjá Jörðinni.

Robin Scagell, Astronomist: “The chances are that we'll find it's not going to hit us at all and we can all relax. But there is a small chance - I'd say it was one-in-ten, or something like that - that it could come close enough to cause either a collision or a very bad scare.”

Það tekur vikur jafnvel mánuði að staðreyna útreikninga um braut loftsteinsins og jafnvel þó allt virðist ætla að fara á versta veg er talið að hægt sé að stugga við steininum og beina honum í burtu.

Lembit Opik, Liberal Democrat MP: “Even with existing technology, as long as we've got enough notice - 5, 10, 15 years - then probably we can do something to give it a nudge and push it out of the Earth's path.”