Það er grein í mogganum og í DV þess efnis að vísindamenn hafi fundið sólkerfi sem hefur stjörnu sem er áþekkt sólinni, og gasrisa svipaðan Júpiter í svipaðri fjarlægð frá stjörnunni og Júpiter er frá sólinni.

Eins og margir vita skiptir fjarlægð stóra gasrisans miklu máli, flestir gasrisar sem við höfum fundið utan okkar sólkerfis eru mjög nálægt sínum stjörnum og hafa þar af leiðandi gleypt allar plánetur sem gætu hafa myndast á milli upphaflegrar stöðu gasrisans (hann myndast utarlega en hefur færst nær), og stjörnunnar. Í sólkerfinu okkar stöðvaðist Júpíter þó nokkuð utarlega, og gaf þar með Jörðinni færi á að myndast og lífi á henni möguleika á að þróast.

Þar sem það sama virðist hafa gerst í þessu nýfundna sólkerfi er fræðilegur möguleiki á að þar sé að finna plánetu áþekka jörðinni. Ef svo er býður það upp á spennandi möguleika. Þar gæti líf hafa þróast og jafnvel þó það yrði að öllum líkindum ekki vitsmunalíf, væri ákaflega spennandi að kanna það. Í framtíðinni gæti þessi pláneta (sem mögulega er til), verið mjög ákjósanleg fyrir nýlendu af okkar hálfu.

Það er samt enn óvíst að nokkrar plánetur sé að finna þar, en enn sem komið er höfum við ekki fundið sólkerfi þar sem líkurnar eru meiri á að finna plánetu áþekka jörðinni.
Betur sjá augu en eyru