Hver á tunglið?

Hafa stjórnmálamenn eða vísindamenn einhverntíman spáð í því hver muni eiga tunglið þegar mennirnir eru farnir að nýta þar jarðveg, ferðamannastaði eða virkjanir?

Margar aðferðir er hægt að nota til að skipta því upp og skelli ég hér nokkrum sem mér dettur til hugar. Hvað finst ykkur um þær?

1. Fyrstur kemur fyrstur fær. Þessi er sjálfsagt einföldust en gæti endað með óskupum.

2. Kaup og sala. Ákveðinni stofnun yrði gert að selja landið og nota ágóðann til góðgerða og ýmsa aðra góðra hluta. Augljós galli er að við gætum aldrei komið okkur saman um hver ætti að sjá um þetta.

3. Skipting á milli landa miðað við stærðir landa. Ríkisstjórn hvers land yrði úthlutuð landspilda í fullu samræmi við land á jörðinni og væri svo skilt að veita leifi til nýtingar landsins.

4. Stuldur. Við hinar vestrænu þjóðir mundum einfaldlega “stela” tunglinu af hinum fátæka hluta heimsins. Síðan mundum við kúga 3.heiminn þar til að þeir hefðu ekki efni á að koma sér upp geimferðastofnun.

5. Ný þjóð. Einföld lausn en sennilega aldrei framkvæmanleg. Einfaldlega mundu nokkrir framsæknir og moldríkir einstaklingar fara til tunglsins og lýsa yfir sjálfstæði. Ríkistjórn tunglsins yrði stofnuð og mundu fyrstu 50000 íbúarnir fá frítt far til tunglsins gegn því að gerast ríkisborgarar.

6. Skipting jarðbúa. Öllum jarðbúum yrði gefin landspilda. Engu máli skiptir þjóðerni eða litur. Síðan gætu þeir sem vildu selt öðrum sítt land og þeir sem vilja keypt af öðrum land. Þannig gætu rík námafyrirtæki keypt upp stórar spildur sem þær mundu svo nota til að vinna málm eða eithvað annað úr tungli.

7. If you want it you can have it. Sjálfsagt það sem koma skal. Allir sem vilja geta gert það sem þeir vilja á tunglinu (mengað það tildæmis). Jarðbúar fatta ekki fyrr en allt allt of seint hvað tunglið er mikilvæg náttúruauðlind og áður en þeir vita eru þeir búnir að nýta það allt undir námur og virkjanir.

Hvað finst ykkur um þetta. Væri hægt að hafa svipaðar reglur í sambandi við Mars og aðrar reikistjörnur?

Kveðja Gabbler.
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”