Jörðin og Tunglið Hafið þið pælt í hlutföllum milli jarðarinnar og tunglsins?
Tunglið sem fylgir okkur er t.d. óvenju stórt miðað það sem ‘eðlilegt’ getur talist. Hvernig náði svona lítil pláneta í svona stóran fylgihnött? Vísindamenn hafa aldrei getað komið með neina fullnægjandi skýringu. Massi Tunglsins er um 1.2% af massa Jarðarinnar. Aðeins Pluto/Charon hafa hlutfallslega minni mun.
Tunglið snýr líka alltaf sömu hlið að Jörðinni, tilviljun eða hvað?
Síðan er það stærð Tunglsins og fjarlægð frá Jörðu, er tilviljun að tunglið skyggir nákvæmlega á sólina við sólmyrkva? Ef Tunglið væri minna/stærra og/eða fjær/nær, þá myndum við aldrei sjá kórónu Sólarinnar við sólmyrkva. Tilviljun eða hvað?
Þannig að spurningin er þessi: Var Tunglinu komið fyrir af öðrum verum, og þar af leiðandi okkur líklega líka?
Sjálfum finnst mér þetta einum of fjarstæðukennt, en samt skemmtilegar pælingar.
J.