Sjálfur horfi ég mikið á Discovery og ég er búinn að sjá marga þætti um uppgröft og annað.
Það er eitt merkilegt núna að þeir eru farnir að nota stjörnufræði til að reyna að fá einhverja mynd af einhverju??
píramídarnir eru taldnir vera um 6000 ára gamlir.
En vissuð þið að þessir þrír píramídar hvað varðar staðsetningu og annað að ef skoðað er þá og farið 6500 árum fyrir krist þá kemur í ljós að þeir mynda nákvæma þyrpingu af orions belt, það koma þarna þrjár stjörnur í einni þyrpingu og fjarlægðin á milli þeirra er nákvæmlega sú sama og er á píramídunum. Hvernig mældu þeir þetta út og eru þeir að reyna að segja okkur eitthvað??
komum við þaðan, er líf þarna úti hver veit, kannski??
Eins með annað stonehenge í Bretlandi hvað er það til hvers er það. Eru þeir að reyna að segja sama hlut og egyptarnir gerðu. Afhverju báru þeir steina frá Írlandi eða wales til þess að planta þeim þarna hvað er svona sérstakt við þetta. Erum við geimverur?
Sfinxinn hvað er svona merkilegt við hann, þetta er ekkert annað en merkilega gölluð stytta.
Staðreynd hausinn á styttunni er mynni en hlutföll búksins.
talið er að styttan hafi verið gerð áður en ekki með mannsmynd heldur sem ljón, í nákvæmum hlutföllum hvað varðar allt og þetta er líka staðreynd að hún var gerð 6500 fyrir krist.
Er fólkið sem bjó til píramídana að tilbiðja þessa þjóð sem bjó til ljónið vegna þess að pírmídarnir benda til ársins 6500 sem að þið lásuð áðan.
Vekur þetta ekki upp spurningar
stórar spurningar eigum við að líta framhjá þessu líta á píramídana sem mannvirki eða sem leið, leið einhvert útí buskann því að kannski komum við þaðan.