Við sjáum í þrívídd.
Við skynjum liti, snertingu, lykt ofl.
Við horfum uppí geiminn og hann virðist vera endalaus í allar áttir.

Svona skynjum við mennirnir heiminn og þannig er hann í okkar augum en það þarf ekki endilega að vera að það sé svoleiðis hjá öllum!
Við horfum á einhverja stjörnu og segjum að það séu 100.000 ljósár til hennar. Í okkar augum eru 100.000 ljósár til hennar en kannski er til styttri leið, leið sem að við sjáum ekki en einhver annar kann kannski að nota. Hafiði heyrt um pulsu kenninguna, það er kannski erfitt að útskýra hana án þess að teikna upp mynd en hún er einhvernvegin þannig að við erum á miðri pulsunni og horfum áfram…svo langt að ef að þú ferð með puttanum og rennir eftir endanum á pulsunni þá ferðu beint áfram en síðan er beygja á endanum og þú ferð til baka og svo ertu kominn beint fyrir ofan þar sem þú byrjaðir…væri ekki miklu styttra ef að við gætum bara borað gat beint upp (ormagöng) og værum þá komin eftir muuun styttri tíma!

Þetta er eitthvað sem að við sjáum ekki í dag og gerum kannski aldrei en það þíðir ekki að einhver annars geti ekki séð þetta og notað að vild.

Maðurinn fer í gegnum lífið eins og hann sitji á lest með trekt á hausnum…við sitjum og sjáum í gegnum lítið op. Við ferðumst áfram og sjáum eitthvað fara framhjá okkur, við horfum á það en síðan er það farið og við getur ekkert litið aftur á það (afþví við erum með trekt manstu) en við munum eftir þegar við sáum það og getur rifjað það upp í huganum en HVAÐ EF það er síðan einhver með okkur í lestinni, hann er ekki með neina trekt og hann getur litið hvert sem hann vill. Ef honum langar að rifja upp hvað hann sá þá er ekkert mál fyrir hann bara að líta þangað aftur og hann upplifir það þá uppá nýtt. Við getum ekki ferðast í gegnum tíma…en hann getur það! Þó svo að maðurinn geti það ekki, þá gæti verið einhver annar þarna sem að getur það.

Kannski er einhver pláhneta þarna sem að er fullt af lífi á, þar eiga Jói og Palli heima. Það sem er öðruvísi við þá er að þeir sjá hvorn annan bara í tveim víddum, Jói horfir bara beint á Palla og fattar ekkert að hann er í raun kassalaga á meðan Jói er í raun þríhyrndur. Ef að við mundum svo koma og segja þetta við þá, þá mundu þeir ekkert skilja hvað við værum að segja! Alveg eins og við mundum ekkert skilja einhvern sem að gæti ferðast á milli í gegnum ormagöng eins og ekkert væri

Við teljum allan heimin vera eins og við skynjum hann en hann er það alls ekki það er örugglega hægt að skynja heiminn á milljón mismundandi vegu og kannski erum við þau einu sem að skynjum hann svona og eigum þá væntanlega aldrei eftir að sjá neitt annað en bara okkur sjálf…
Nei engin undirskrift hjá mér