Lengi vel hafa margir haldið því fram að pláneturnar í okkar sólkerfi séu í raun fleiri en þessar sem við þekkjum í dag. sumir telja einnig að Súmerar (sumerians) hafi vitað um tilvist einnar fyrir um 5000 árum síðan og skráð ferðir hennar á steintöflur sem margar eru til sýnis í dag. talið er að þessi tíunda pláneta gangi egglaga kringum sólina svipað og Sedna og fari nálægt Júpiter á 3600 ára fresti.

nokkrir vísindamenn hafa sagt að ef þessi X pláneta sem talið er að sé 4 sinnum stærri en jörðin fari reglulega gegnum sólkerfið okkar, geti það útskýrt hvers vegna Uranus hallar eins og eitthvað hafi tosað það til sín oftar en einu sinni.

Þessi pláneta er oft kölluð Nibiru eða bara planet X. hvort hún sé til eða ekki er búið að deila um í 25 ár. efasemdamenn segja að ef svo sé ættum við að sjá hana með öllum þessum blessuðu tólum okkar svo ekki sé minnst á Hubble.
þeir sem trúa á tilvist hennar segja að sólin skyggi enn á hana en þegar hún nálgast okkur mun hún sjást koma undan sólinni og fyrsti sjónaukinn til að bera kennsl á hana sé South Pole Station Telescope.

nokkrir hafa haldið því fram að aðdráttarafl Nibiru sé svo mikið á jörðina þegar hún fer framhjá að ógurlegar náttúruhamfarir eigi sér stað á 3600 ára fresti og eru til mörg dæmi um að það sé nokkuð rétt. það hefur verið borað í ísinn á norðurpólnum og loftlagsbreytingar kannaðar, og jú, á 3600 ára gerist eitthvað. sumir segja að Nibiru hafi byrjað Nóaflóðið og fært pólana á jörðinni úr stað, eldgos og jarðskjálftar séu algeng fyrirbæri þegar hún er nálægt.

og nú að aðeins öðru sjónarhorni. Zecharia Sitchin sem er þekktur áhugamaður um geimvísindi og geimverur og fleira í þeim dúr, telur að Nibiru sé byggð pláneta og að Mannkynið sé sprottið upp af dna breytingum sem þeir frömdu á dýralífi hér á jörð. Annunaki heita þeir víst og áttum við að vera þrælar fyrir þá.. ehemm ok. en hann er einn af fáum í heiminum sem geta þýtt Sumerian tákn og hann hefur eytt um 50 árum í það. Súmerar eru í raun fyrsta siðmenning sem vitað er um sem hafi skilning á flókinni stærðfræði og stjörnufræði sem enn er ekki vitað hvar þeir fengu þessa kunnáttu. og á 5000 ára steintöflum eru myndir af sólkerfi okkar og öllum plánetunum þar á meðal Plútó sem fannst ekki fyrr en 1930. Zecharia Sitchin þýddi á einni þessari steintöflu að öll þeirra þekking, hefði þeim verið kennt af Annunaki. 21 Des, 2012 segir hann að Nibiru fari framhjá jörðinni en hún ætti að vera sjáanleg um 2009 til 2010. þar er hann eithvað að notast við Myan Calander sem endar víst 22 des 2012. en þetta er víst Sitchin skoðun á þessu :) …

Myar höfðu ansi góðan skilning á ferðum stjarnanna og er nóg að líta á byggingar þeirra til að sjá það. það að 5000 ára dagatal þeirra skuli enda 21 des 2012 er talið vera því þá sé jörðin og sólin í beinni línu í miðju Milky Way
“Galactic Alignment”. þetta gerist víst á 26000 ára fresti og þá verður víst heimsendir og læti halda margir fram :Þ

http://alignment2012.com/whatisGA.htm
eitthvað um þetta hér.

og hér er leið Nibiru um sólkerfið og fleira..hehe
http://www.librarising.com/space/darkstar.html

svo er alveg magnað að hlusta á Jason babbla um heim og geim á http://www.xfacts.com/stream/ um þetta allt.

gaman að þessu allavega. einhver heyrt um þetta?