Súmerar, sem voru búsettir þar sem nú er Írak, voru uppi frá um ca. 5000 fyrir krist. Þetta var þróað samfélag strax frá byrjun og er elsta þjóðfélag sem vitað er um að hafi skrifað og lesið. Borgin E.RI.DU (bókstaflega þýtt sem “hús byggt langt í burtu”) var miðpunktur samfélags þeirra svo og E.DIN (heimili hinna sanngjörnu) sem kallaður var Edengarðurinn í Biblíunni. Nafn jarðarinnar var dregið frá orðinu E.RI.DU – Ereds á arabísku, Erd á máli Kúrda (Erde á þýsku) og Eretz á hebresku. Þeir fundu m.a. upp hjólið, flóðgarða o.m.fl. Þeir áttu sér merkilega menningu og trú þeirra miðaðist við dýrkun á guðum og undirguðum sem kallaðir voru Anunnaki (merkir “þeir sem komu af himnum til jarðar”). Eitt af því merkilega og dularfulla við Súmera er að þeir teiknuðu nákvæmt upp sólkerfið í réttri röð og í réttum hlutföllum og plánetunum nákvæmlega lýst. Þar voru pláneturnar Neptúnus (fannst 1846) og Úranus (fannst 1781) teiknaðar sem tvíbura stjörnur og lýst sem (plánetu bjarts, græns lífs). Þetta var dularfullt fyrir mönnum áður en pláneturnar voru skoðaðar betur. Þegar Voyager 2 sendi myndir til jarðar af Uranus 25. Janúar 1986 kom í ljós græn-blár heimur. Seinna eða 24.ágúst 1989 sendi Voyager aftur myndir til jarðar nú af Neptúnus og sama kom í ljós. Plútó (sem fannst 1939) var einnig sýnd í nákvæmum hlutföllum og fjarlægð auk “tíundu plánetu” sólkerfisins kölluð NI.BI.RU.

NI.BI.RU (heimili Anunnaki) var teiknuð upp í svipuðum hlutföllum og Júpíter en sporbraut hennar var líst á annnan hátt en þekktar plánetur sólkerfisins. Árið 1982 var geimstjörnukíkirinn IRAS (infra-red astranomical station) sendur á braut um jörðu í leit að hlutum sem gáfu frá sér hita en eru of langt í burtu til þess að enduspegla sólageisla. Og IRAS fann eitthvað. 30.desember 1983 var gefin út yfirlýsing. IRAS hafði fundið plánetu sem var e.t.v. eins risastór og Júpiter og svo nálægt jörðinni að hún gæti verið partur af sólkerfinu okkar. Rannsóknarmenn IRAS komust að þeirri niðurstöðu að plánetan væri um 8 billjón km frá jörðu og stefndi í átt til jarðar. 13 júlí 1987 kom önnur yfirlýsing frá NASA: “svo virðist að tíunda pláneta sólkerfisins sé veruleiki”.

Hvernig vissu Súmerar um Neptúnus, Úranus, Plútó og NI.BI.RU?
Sérfræðingar eins og Zecharia Sitchin telur að sú vitneskja hafi aðeins geta komið frá Anunnaki. “Ef að í ljós kemur að NI.BI.RU er veruleiki er Anunakki einnig veruleiki. Þetta myndi þýða að aðrir menn eru í geimnum sem hafa heimsótt okkur í um 450.000 ár og jafnvel skapað okkur. Þetta myndi hafa gífurleg áhrif á menningu og trúarbrögð um allan heim”.

Þeir sem hafa áhuga á þessu ættu að kynna sér “Holloman incident 25.apríl 1964”.