Ég tel það nokkuð víst að líf sé að finna á öðrum plánetum, málið er, kemur það til með að gagnast okkur eitthvað. Margir eru að velta fyrir sér uppruna lífs hér, og erum við sjálfsagt komnir nokkuð á veg með það. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér, þá kemst ég aðeins að þeirri niðurstöðu að okkur kemur það ákaflega lítið við. Ef við skoðum tilvist mannsins útfrá vistfræðilegu sjónarmiði, þá eigum við ekki heima hérna. Við getum ekki talist hluti af lífríkinu lengur. Gróft frá sagt, er það mín skoðun að maðurinn er þróunarlegt slys. :) Þessi stökkbreyting sem varð greinilega þegar forfeður okkar kvísluðust frá öðrum prímatategundum, hefur að mínu viti orðið vegna utanaðkomandi áhrifa. Þessi 3% sem skilja okkur frá öðrum öpum, er svo gífurlegur munur að erfitt er að gera sér í hugarlund þær róttæku breytingar sem urðu. Og það á ekki lengri tíma. Það sem ég tel að muni gerast þegar við finnum líf annarsstaðar, þá finnum við samnefnara við lífið hérna. Okkar rætur hljóta að liggja annarsstaðar. En svo er annað, að ef menn vilja finna uppruna lífsins, þá eigum við að leita hérna, á þessari plánetu.
Svo svona að lokum, þá hef ég stundum sett fram ákveðna kenningu um uppruna mannsins. :) Í árdaga þegar forfeður okkar ráfuðu um skóglendið, sáu þeir mikið ljós. Stjarfir af hræðslu, þustu þeir inní þykknið, utan einn, sem varð dolfallinn yfir þessu. Ljósið gleypti þennan fyrsta mann. Hingað voru komnir gestir utanað, voru þeir að leita sér betri arfbera, vegna eigin úrkynjunar. Gerðu þeir miklar erfðafræðilegar tilraunir til að ná fram þeim eiginleikum sem þeir sóttust eftir, hurfu síðan á braut. Ruslið sem þeir skildu eftir erum við í dag!!!:)